Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 316 . mál.


460. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
    Þennan rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð, þar á meðal skilyrði um nauðsynlega kunn áttu á íslensku tal- og ritmáli.
    Skipstjóri á íslensku skipi skal ávallt vera íslenskur ríkisborgari eða njóta atvinnuréttinda sem íslenskur ríkisborgari og bera fulla ábyrgð á framkvæmd laga þeirra og reglna sem lúta að starfi hans og settar eru af þar til bærum stjórnvöldum.

2. gr.


    2. gr. laganna orðast svo:
     a .     Skip merkir í lögum þessum, sé eigi annað tekið fram, hvert það far sem er 6 m langt eða meira og skráð er í skipaskrá.
     b .     Skipstjóri er sá sem fer með æðsta vald á skipi.
     c .     Yfirstýrimaður/1. stýrimaður er sá skipstjórnarmaður er gengur næst skipstjóra í starfi.
     d .     Undirstýrimaður er hver sá stýrimaður sem er lægra settur en yfirstýrimaður/1. stýrimaður.
     e .     Rúmlest merkir í lögum þessum brúttórúmlest. Er þá miðað við Óslóarsamþykkt um skipamælingar frá 10. júní 1947, með áorðnum breytingum, fyrir skip 24 m að lengd og lengri, en við íslenskar reglur um mælingu skipa fyrir skip styttri en 24 m að lengd.
     f .     Fiskiskip merkir hvert það skip, skrásett sem fiskiskip, sem notað er til fiskveiða eða annarra veiða úr lífríki sjávar.
     g .     Kaupskip merkir hvert það skip, skrásett sem vöruflutninga- eða farþegaskip, er siglir með varning og/eða farþega til og frá landinu, milli hafna innan lands og utan. Til þessa flokks teljast m.a. olíu- og efnaflutningaskip.
     h .     Varðskip merkir hvert það skip, skrásett sem varðskip, er stundar landhelgisgæslu og björgunarstörf undir yfirstjórn Landhelgisgæslu Íslands.
     i .     Önnur skip en upp eru talin í stafliðum f–h hlíta ákvæðum laganna um fiskiskip.
     j .     Strandsigling er sigling innan 50 sjómílna frá ströndum Íslands og á öðrum hafsvæðum eftir nánari ákvörðun Siglingamálastofnunar ríkisins.
     k .     Innanlandssigling er sigling innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
     l .     Utanlandssigling er hver sú ferð sem farin er milli landa eða til fiskimiða utan íslenskrar fiskveiðilögsögu þótt hafna sé ekki leitað.
     m .     Mánuður telst 30 dagar.
     n .     STCW er alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978.
     o .     Stig merkir námsstig, sbr. lög um Stýrimannaskólann í Reykjavík.

3. gr.


    4. gr. laganna orðast svo:
    Lágmarksfjöldi stýrimanna skal vera sem hér segir:
  I.     Á fiskiskipum:
     a.     á skipum 31–300 rúmlestir einn stýrimaður,
     b.     á skipum 301 rúmlest og stærri tveir stýrimenn,
     c.     á skipum 30 rúmlestir og minni einn stýrimaður ef ekki er landað daglega,
     d.     á skipum 20 rúmlestir og minni er ekki skylt að stýrimaður sé í áhöfn ef útivera skips fer ekki fram úr 36 klst. á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september, en 24 klst. þess utan.
 II.     Á varðskipum:
     a.     á skipum 400 rúmlestir og minni tveir stýrimenn,
     b.     á skipum 401 rúmlest og stærri þrír stýrimenn.
III.     Á kaupskipum fer eftir því sem fyrir er mælt í lögum um áhafnir íslenskra kaup skipa.

4. gr.


    5. gr. laganna orðast svo:
    Eftirtalin stig skipstjórnarnáms við Stýrimannaskólann í Reykjavík og aðra viður kennda skóla, er veita sambærilega fræðslu, eru grundvöllur atvinnuréttinda stýrimanna sem hér segir:
I. Fiskiskip:
     1. stig:
     a.     Veitir réttindi til að vera yfirstýrimaður á 200 rúmlesta skipum og minni í innan landssiglingum.
     b.     Veitir réttindi til að vera undirstýrimaður á 500 rúmlesta skipum og minni í innan landssiglingum.
     2. stig:
     a.     Veitir réttindi til að vera yfirstýrimaður á skipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði.
II. Kaupskip og varðskip:
     2. stig:
     a.     Veitir réttindi til að vera yfirstýrimaður á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum (STCW regla II/3 nr. 2).
     b.     Veitir réttindi til að vera undirstýrimaður á kaupskipum og varðskipum af ótakmark aðri stærð og farsviði (STCW regla II/4 nr. 3).
     3. stig:     
     a.     Veitir réttindi til að vera yfirstýrimaður á kaupskipum og varðskipum af ótakmark aðri stærð og farsviði (STCW regla II/2).

5. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
    Atvinnuréttindi stýrimanna eru bundin eftirfarandi skilyrðum um siglingatíma. Sigl ingatíma skal sanna með sjóferðabók innlendri eða útlendri eða vottorði frá lögskrán ingarstjóra. Til staðfestingar siglingatíma á skipum 12 rúmlestir og minni má leggja fram vottorð tveggja trúverðugra manna.
    Siglingatími telst sá tími er stýrimannsefni starfar á skipi sem er í rekstri og þar sem viðkomandi fær undirstöðuþekkingu í störfum á þilfari og í brú, stjórn manna og forsjá. Af siglingatíma verður stýrimannsefni að hafa gengið sjóvaktir a.m.k. 6 mánuði í brú und ir umsjón skipstjórnarmanns. Af siglingatíma mega 6 mánuðir vera við önnur störf á skipi en skipstjóra-, stýrimanns- eða hásetastörf. Nám eða störf í verklegri sjómennsku og notkun öryggis- og björgunarbúnaðar á viðurkenndum námskeiðum má meta sem sigl ingatíma í allt að einn mánuð.
I. Fiskiskip:
    1. stig:
     a.     Yfirstýrimannsréttindi á 200 rúmlesta skipum og minni í innanlandssiglingum: 24 mánaða siglingatími, þar af a.m.k. 12 mánuði háseti á skipum stærri en 30 rúmlest ir. Heimilt er að 6 mánuðir séu á 12 rúmlesta skipum og minni.
     b.     Undirstýrimannsréttindi á 500 rúmlesta skipum og minni í innanlandssiglingum: Vera handhafi atvinnuskírteinis sem skipstjóri á 200 rúmlesta fiskiskipum og minni í inn anlandssiglingum.
     2. stig:
     a.     Yfirstýrimannsréttindi. Ótakmörkuð stærð og farsvið: 27 mánaða siglingatími, þar af a.m.k. 12 mánuði háseti á skipum yfir 100 rúmlestum.
II. Kaupskip og varðskip:
    2. stig:
     a.     Yfirstýrimannsréttindi á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum (STCW II/3 nr. 2): 27 mánaða siglingatími, þar af a.m.k. 12 mánuði háseti á skip um yfir 100 rúmlestum.
     b.     Undirstýrimannsréttindi. Ótakmörkuð stærð og farsvið (STCW II/4 nr. 3): 27 mán aða siglingatími, þar af a.m.k. 12 mánuði háseti á skipum yfir 100 rúmlestum.
     3. stig:
     a.     Yfirstýrimannsréttindi. Ótakmörkuð stærð og farsvið (STCW II/2): 36 mánaða sigl ingatími, þar af a.m.k. 18 mánuði háseti á skipi yfir 100 rúmlestum.

6. gr.


    7. gr. laganna orðast svo:
    Til þess að öðlast réttindi sem skipstjóri í innanlandssiglingum á skipi sem er 30 rúm lestir eða minna þarf viðkomandi að hafa lokið prófum í sjómanna- og skipstjórnarfræð um frá viðurkenndum skóla í samræmi við reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur um nám í þessum fræðum. Auk þess skal viðkomandi hafa verið í 18 mánuði háseti á skipi, sbr. 6. gr.
    Ráðuneytið gefur út námskrá til samræmingar kennslu og skipar prófdómara að höfðu samráði við Stýrimannaskólann í Reykjavík og hagsmunaaðila. Þeir sem standast próf in skulu fá vottorð undirrituð af viðkomandi skólastjóra og prófdómara.

7. gr.


    8. gr. laganna orðast svo:
    Rétt til að vera skipstjóri á skipi sem er meira en 30 rúmlestir hefur sá einn, sem hef ur öðlast rétt til að gegna starfi yfirstýrimanns á tilgreindum skipum, sbr. 5. og 6. gr., þó skal skipstjóri á varðskipum hafa lokið námi 4. stigs og eftir öflun stýrimannsskírteinis gegnt a.m.k. eftirtöldum skipstjórnarstörfum í tilskilinn tíma. Lögskráning sem 1. stýri maður fyrir gildistöku laga þessara jafngildir yfirstýrimannstíma samkvæmt lögum þess um.
I. Fiskiskip:
    1. stig:
     a.     Skipstjóraréttindi á 200 rúmlesta skipum og minni í innanlandssiglingum: 12 mán uði á skipi yfir 30 rúmlestum.
     2. stig:
     b.     Skipstjóraréttindi á skipum af ótakmarkaðri stærð: 24 mánuði á skipi stærra en 30 rúmlestir, þar af a.m.k. 6 mánuði yfirstýrimaður/1. stýrimaður á skipum yfir 100 rúm lestum.
II. Kaupskip:
    2. stig:
     a.     Skipstjóraréttindi á 200 rúmlesta skipum og minni í strandsiglingum (STCW II/3, nr. 2): 24 mánuði á skipi yfir 100 rúmlestum, þar af a.m.k. 6 mánuði sem yfirstýrimað ur.
     3. stig:
     a.     Skipstjóraréttindi á skipum af ótakmarkaðri stærð í strandsiglingum (STCW II/2): 24 mánuði á skipi yfir 100 rúmlestum, þar af a.m.k. 6 mánuði yfirstýrimaður.
     b.     Skipstjóraréttindi á skipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (STCW II/2): 24 mán uði á skipi yfir 100 rúmlestum, þar af a.m.k. 6 mánuði yfirstýrimaður á skipi í ut anlandssiglingum.
III. Varðskip:
    4. stig:
     a.     Skipstjóraréttindi á skipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði: 30 mánuðir á skip um yfir 100 rúmlestum, þar af a.m.k. 6 mánuði sem yfirstýrimaður á varðskipi.

8. gr.


    9. gr. laganna fellur brott.

9. gr.


    Í stað orðsins „lögreglustjórum“ í 2. mgr. 13. gr. kemur: sýslumönnum.

10. gr.


    3. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
    Skírteinin skulu gefin út á íslensku og ensku og gilda til fimm ára í senn. Samgöngu ráðherra setur reglur um skilyrði til endurnýjunar atvinnuskírteina, svo sem um viðhald réttinda og heilsufar, þar sem taka skal mið af alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjómanna frá 1978, eftir því sem við á. Atvinnuskírteini samkvæmt STCW-al þjóðasamþykktinni skulu þó gefin út af Siglingamálastofnun ríkisins.

11. gr.


    16. gr. laganna orðast svo:
    Allir þeir sem öðlast hafa rétt til atvinnu við siglingar á íslenskum skipum áður en lög þessi öðlast gildi skulu halda réttindum sínum óskertum, enda fullnægi þeir kröfum um viðhald réttinda og heilsufar, sbr. 13. gr.

12. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Í stað A-liðar í ákvæði til bráðabirgða kemur nýr A-liður, svohljóðandi:
A.    Fram til 1. september 1996 getur sá sem fæddur er árið 1945 eða fyrr og stundað hef ur skipsstjórn lengur en 8 ár fengið réttindi sem skipstjóri á skipi 30 rúmlestir og minna þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laganna þegar hann hefur setið námskeið í sjómanna- og skipstjórnarfræðum. Í stað þess að ganga undir próf getur viðkomandi fengið vott orð um að hann hafi setið námsskeiðið og sé hæfur til skipstjórnarstarfa að mati náms skeiðshaldara.
              Þeir sem fæddir eru árið 1934 eða fyrr og stundað hafa skipstjórn á báti 11 rúm lestir og minni um 10 ára skeið eiga rétt á að fá útgefið atvinnuskírteini sem bund ið er viðkomandi skipi eða öðru skipi þó eigi yfir 11 rúmlestum. Siglingatíma má sanna með vottorðum tveggja valinkunnra manna.
    Í ákvæði til bráðabirgða kemur nýr liður, er verður C-liður, svohljóðandi:
C.    Nú hefur skipstjórnarmaður notið undanþágu frá ákvæðum laganna til skipstjórn arstarfa á sama skipi sem vegna breytinga á því hefur mælst meira en 200 rúmlest ir, eða aðrar hliðstæðar ástæður eru fyrir hendi, sem taldar hafa verið fullgildar ástæð ur fyrir undanþágu og er þá heimilt að veita honum þau atvinnuréttindi óskert til starfa á sama skipi að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið af nefnd sem skipuð var með bréfi samgönguráðherra, Hall dórs Blöndal, dags. 8. desember 1992. Samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar var verk efni hennar að endurskoða lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skip um, nr. 112/1984. Í nefndinni áttu sæti Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, Páll Hjartarson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins, Guðjón Ár mann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, Guðjón A. Kristjáns son, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Guðlaugur Gíslason, fram kvæmdastjóri Stýrimannafélags Íslands, og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Með bréfi samgönguráðherra dags. 14. janúar 1993 var Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, skipaður í nefnd ina og hefur hann síðan tekið þátt í störfum nefndarinnar. Ritari nefndarinnar var Helgi Jóhannesson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Nefndin hélt alls 12 fundi og auk þess 18 sameiginlega fundi með nefnd sem skipuð var til að endurskoða lög um atvinnurétt indi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984.
    Tilgangur frumvarpsins er að breyta gildandi atvinnuréttindalögum skipstjórnarmanna til samræmis við alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978, en með lögum nr. 47/1987 um framkvæmd alþjóðasamþykktarinnar var samgönguráð herra heimilað að setja reglur til að framfylgja ákvæðum hennar.
    Nefndirnar voru sammála um að fella úr réttindalögunum ákvæði um mönnun kaup skipa og hafa þær unnið sameiginlega drög að frumvarpi um það efni og ber það heitið frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa og er það lagt fram samhliða frumvarpi þessu.
    Í störfum sínum tók nefndin tillit til reglna hins Evrópska efnahagssvæðis og leggur til með frumvarpinu breytingar með hliðsjón af þeim reglum. Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði grundvallarbreyting á réttindastigum skipstjórnarmanna, þ.e. að 2. stig stýrimannaskólanna veiti aðeins réttindi til skipstjóra og yfirstýrimanna á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum, en hingað til hefur 2. stig veitt réttindi til skip stjórastarfa á skipum allt að 400 rúmlestir að stærð bæði í siglingum á milli landa og inn an lands og er það gert til samræmis við STCW-alþjóðasamþykktina.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Ákvæði þessarar greinar er samhljóða núgildandi 1. gr. að öðru leyti en því að bætt er við nýrri málsgrein sem leiðir af aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og rétt indum ríkisborgara annarra ríkja þess.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að skipstjóri á íslensku skipi skuli vera íslenskur ríkisborg ari eða njóta réttinda sem slíkur. Er því gert ráð fyrir að ríkisborgarar aðildarríkja hins Evrópska efnahagssvæðis njóti sambærilegrar réttarstöðu og íslenskir ríkisborgarar í þessu efni.

Um 2. gr.


    Í 2. gr. frumvarpsins eru orðskýringar og hefur þeim verið breytt til samræmis við al þjóðasamþykktina um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna.

Um 3. gr.


    Hér er lagt til að fellt verði úr lögunum ákvæði sem binda í lög fjölda stýrimanna á kaupskipum. Samhliða frumvarpi þessu er lagt fram frumvarp til laga um áhafnir ís lenskra kaupskipa og er þar miðað við að skipuð verði sérstök mönnunarnefnd kaup skipa sem ákveður lágmarksmönnun kaupskipa og að Siglingamálastofnun ríkisins gefi út mönnunarskírteini í samræmi við ákvarðanir mönnunarnefndar.
    Þá er nýmæli í d-lið I. tölul. um að ekki sé skylt að hafa stýrimann á skipum 20 rúm lestir og minni.

Um 4. gr.


    Grein þessi er í samræmi við 5. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að gerðar eru strangari kröfur til að vera yfirstýrimaður á kaupskipum og varðskipum. 2. stig veitir sam kvæmt frumvarpinu aðeins rétt til að vera yfirstýrimaður á kaupskipum allt að 200 rúm lestum að stærð í strandsiglingum, en veitti áður rétt til að vera stýrimaður á 400 rúm lesta skipum og minni. Þessi breyting er gerð með hliðsjón af STCW-alþjóðasamþykkt inni.

Um 5. gr.


    Grein þessi er efnislega samhljóða 6. gr. núgildandi laga. Ákvæði b-liðar I er ný mæli, en það kveður á um að handhafi atvinnuskírteinis sem skipstjóri á fiskiskipum allt að 200 rúmlestum hafi undirstýrimannsréttindi á skipum allt að 500 rúmlestum að stærð í innanlandssiglingum.
    Ákvæði a-liðar II nýmæli. Nú er miðað við yfirstýrimannsréttindi á kaupskipum allt að 200 rúmlestum að stærð í strandsiglingum, en var áður miðað við 400 rúmlestir.
    Við mat á siglingatíma skipstjóra- eða stýrimannsefnis er ekki gerður greinarmunur á tegundum skips.

Um 6. gr.


    Ákvæði þetta er efnislega samhljóða 7. gr. núgildandi laga, en hér er gert ráð fyrir við bótarnámsefni á námskeiðum til að auka við kunnáttu skipstjórnarmanna í meðferð véla, þar á meðal um málmtæringu af völdum rafgeyma og rafkerfa og meðferð þeirra, um gengni og meðferð eldsneytis og eldneytiskerfa, kunnáttu í meðferð nauðsynlegra verk færa og varahluta í vélum, álagsstjórnun á vélum og undirbúning og frágang véla fyrir og eftir úthald. Þessi breyting miðar að því að auka öryggi áhafna smábáta, en hefur jafn framt það hagræði að sami maður getur gegnt samtímis skipstjórnar- og vélgæslustörf um.

Um 7. gr.


    Grein þessi er samhljóða 8. gr. núgildandi laga.
    Nú er gerð krafa til 24 mánaða siglingatíma vegna ótakmarkaðra skipstjóraréttinda á fiskiskipum, en siglingatími er 18 mánuðir samkvæmt gildandi lögum. Hins vegar er sigl ingatími nú ekki bundinn við tegund skips.
    Á kaupskipum eru skipstjóraréttindi nú miðuð við 200 rúmlesta stærð skips og hafa réttindi þessi því verið þrengd til samræmis við alþjóðasamþykktina STCW. Heildar siglingatími hefur verið lengdur í 24 mánuði að því er tekur til strandsiglinga á skipum allt að 200 rúmlestum, en hins vegar er siglingatíminn óbreyttur vegna skipstjórarétt inda fyrir ótakmarkaða stærð og farsvið.
    Efni 9. gr. laganna varðandi varðskip er fært í 8. gr. laganna. Ekki er um efnisbreyt ingu að ræða að öðru leyti en því að siglingatími á varðskipi er styttur úr 12 mánuðum í 6 mánuði.

Um 8. gr.


    Hér er lagt til að 9. gr. falli niður með hliðsjón af því að efni hennar hefur verið fært í lok 8. gr. laganna með 7. gr. þessa frumvarps.

Um 9. gr.


    Samkvæmt núgildandi lögum gefa lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavík út at vinnuskírteini skipstjórnarmanna. Hér er miðað við að sýslumenn hafi þetta með hönd um úti á landi með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á starfssviði sýslumanna í framhaldi af aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds.

Um 10. gr.


    Grein þessi er samhljóða 3. mgr. 13. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að hér er lagt til að Siglingamálastofnun ríkisins gefi út atvinnuskírteini samkvæmt STCW-al þjóðasamþykktinni.

Um 11. gr.


    Greinin er samhljóða núgildandi 16. gr. að öðru leyti en því að fyrirvari er um við hald réttinda og heilsufar.

Um 12. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    A. Hér er þeim sem fæddir eru árið 1945 eða fyrr og stundað hafa sjómennsku í ákveðinn tíma gefinn kostur á að afla sér tilskilinna réttinda fyrir 1. september 1996 á skipi 30 rúmlestir og minna með því að taka þátt í námskeiði í sjómanna- og skipstjórn arfræðum. Viðkomandi getur í stað þess að ganga undir próf fengið vottorð um að hann hafi setið námskeiðið og sé hæfur til skipstjórnarstarfa að mati námskeiðshaldara.
    C. Þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga


um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna


á íslenskum skipum.


    Tilgangur frumvarpsins er að breyta gildandi atvinnuréttindalögum skipstjórnarmanna til samræmis við alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (svoköll uð STCW-samþykkt). Þá eru lagðar til breytingar á gildandi atvinnuréttindalögum skip stjórnarmanna til samræmis við ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið.
    Í sérstöku frumvarpi sem lagt er fram samhliða þessu eru gerðar áþekkar breytingar á lögum um atvinnuréttindi vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum.
    Frumvarpið hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Það skal tekið fram að þau námskeið sem um er getið í frumvarpinu verða haldin sem hluti af almennum námskeiðum stýrimannaskóla og Slysavarnafélags Íslands fyrir skipstjórnarmenn.